Lokaverkefni um Íslensku óperuna í áfanganum Verksmiðjan í LHÍ haustið 2022. Ég hannaði tímarit fyrir sýningarárið 2022-2023 þar sem fjallað var um verkin sem yrðu sýnd á árinu, Einstein on the Beach og Brothers - ásamt fleiri viðburðum. Í ferlinu kynnti ég mér sögu óperunnar vel og vildi því heiðra hana, en í miðju tímaritinu er lítill bæklingur sem rekur sögu og uppruna óperunnar hér á landi.