Sjónræn túlkun á BA ritgerðinni minni sem fjallaði um kvennablaðið Hrund, sem var gefið út í aðeins nokkra mánuði árið 1967. Ég skoðaði og greindi myndefni íslenskra kvennablaða á sjötta og áttunda áratug síðustu aldar, þar sem myndaþættir með
leiðbeiningum og uppskriftum vöktu sérstaka athygli mína. Ég velti fyrir mér tíðaranda og stemningu, kvenleika og fegurð og síðast en ekki síst hinu hefðbundna íslenska veisluborði, þöktu skrautlegum rjómatertum, perutertum og brauðtertum.
Hluti af námskeiðinu Farvegir og form í LHÍ.