Fyrir BA verkefnið mitt í LHÍ hannaði ég letrið Décor Display. Décor Display er tilraunakennt letur sem dregur innblástur sinn frá skrauti og blómflúri. Letrið kannar mörkin á milli skrauts og stafs, en endurteknar skreytingar einkennir letrið og brýtur upp hið hefðbundna bókstafsform. Ég hannaði fána og letursýni (e. type specimen) sem sýnir letrið í noktun og í miðju bókverkinu leynist önnur bók, sem er einskonar innsýn í rannsóknina sem liggur að baki og segir frá því hvernig skraut hefur verið notað í leturfræði, prenti og hönnun. 

Hér er hægt að lesa meira um verkefnið og ferlið.