Á öðru ári í LHÍ vann bekkurinn minn að gagnvirkri sýningu um loftslagsvandann í samstarfi við Landsvirkjun og Gagarín. Ég var í sýningarhópi sem hélt utan um uppsetningu og kynningarmál þegar sýningin var fyrst opnuð í rými Listaháskólans í Laugarnesi vorið 2022 og sá síðar um kynningarmál fyrir hönd bekkjarins í samstarfi við Landsvirkjun, Sláturhúsið og kynningarstjóra Listaháskólans þegar sýningin opnaði aftur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í árslok 2022.