Ég var hönnuður Leirburðar skólaárið 2021-2022. Leirburður er tímarit bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands, ríflega 118 blaðsíðna bókmenntatímarit fullt af alls kyns textum eftir 28 unga höfunda, bæði innan og utan háskólans. Það var virkilega gaman að fá að vinna með svona vandað og fallegt efni, en þetta var fyrsta stóra freelance verkefnið sem ég tók að mér.